sunnudagur, 9. desember 2007

Bjarni Haukur er heill á húfi

Hæ hæ.
Já þetta var nú meiri laugardagurinn.
Við mæðginin vorum semsagt að kaupa afmælisgjöf fyrir Bjarna Hauk í kringlunni og ákveðum að sækja hjólið hans sem hafði verið í smurningu og uppherslu í GÁP í Faxafeni.
Hann hjólaði svo af stað en við hittumst tvisvar á leiðinni, bæði til að hann gæti hvílt sig og hlýjað sér í bílnum. Í seinna skiptið ákváðum við svo bara að hittast heima enda komin á Smiðjuveginn, neðst í brekkuna. Ég var rétt komin yfir ljósin hjá BYKO þegar hann hringir í mig og segir að keyrt hafi verið á sig. Ég tek auðvitað U-beyju í snatri og bruna til baka og kem að honum á planinu hjá ÍSPAN.
Þar hafði verið hlúð að honum, hann var liggjandi á 2 púðum og með teppi yfir sér og fann til í öðrum fætinum. Kona sem sá þetta gerast var svo elskuleg að breiða yfir hann, og maður sem var nánast samferða honum upp brekkuna vegna hægrar umferðar sá hann kastast af hjólinu, hann snaraðist inná planið og hringdi á lögregluna og svo í mig. Einstaklega elskulegt fólk þar á ferð.
Bíllinn sem "keyrði" á Bjarna Hauk var semsagt mannlaus og rann aftur á bak frá bílastæði búðarinnar Litir&Föndur. Eigandinn hafði gleymt að setja hann í Park.
Þegar BH sér bílinn koma að sér nær hann að beygja og forða sér frá því að verða á milli bílsins og ljósastaurs sem bíllinn hafnaði loks á og skemmdist mikið.
Tveir löggubílar og einn sjúkrabíll komu svo með sírenur og blikkandi ljós og litu á strákinn sem reyndist ómeiddur sem betur fer, marblettur á lærinu og smá aumur í hné telst ómeiddur:)
En allt er gott sem endar vel og á mánudaginn ætlum við að athuga með nýtt hjól.
Bestu kveðju úr Kópavoginum.
Lovísa

laugardagur, 8. desember 2007

veiik...:/

hæhæ,, Kristjana hér er veik :( er með, kvef, hálsbólgu, kalt .. ekki nógu gott ,, en, Það var keyrt á Bjarna Hauk ! :/ ekki nógu gott heldur en bara dugleg að kommenta..:D
-Kristjana